Riðlaskipting í 1. deild kvenna
Keflavík leikur í 1. deild kvenna í sumar og nú er riðlaskipting þar ljós. Leikið verður í þremur riðlum og leikur okkar lið í A-riðli. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í úrslitakeppni ásamt tveimur liðum sem enda í 3. sæti í riðlunum.
A-riðill: Augnablik, BÍ/Bolungarvík, Haukar, HK/Víkingur, ÍA, ÍR, Keflavík.
B-riðill: Álftanes, FH, Fjölnir, Fram, Grindavík, Víkingur Ó.
C-riðill: Einherji, Fjarðabyggð, Hamrarnir, Höttur, Sindri, Tindastóll, Völsungur.
Einnig er búið að draga í fyrstu umferðir Borgunarbikars kvenna. Þar leika okkar stúlkur á heimavelli gegn liði Tindastóls en leikurinn fer fram 10. maí. Liðið sem sigrar í þeirri viðureign heimsækir Grindavík í næstu umferð.