Riðlaskipting í 1. deildinni
Búið er að skipta í riðla í 1. deild kvenna fyrir komandi keppnistímabil en liðið okkar er þar á meðal þátttakenda. Átta lið eru í hvorum riðli og verður leikin tvöföld umferð þannig að hvert lið leikur 14 leiki. Að því loknu leika tvö efstu lið hvors riðils í undanúrslitum og sigurvegarar þeirra leika síðan til úrslita í deildinni. Liðin tvö sem leika til úrslita tryggja sér jafnframt sæti í efstu deild á næsta ári. Riðlarnir eru hér að neðan en mótanefnd KSÍ áskilur sér reyndar allan rétt til að endurskoða riðlaskiptingu í heild sinni ef breytingar verða á þátttöku.
| A-riðill | B-riðill |
| Fjarðabyggð/Leiknir | Álftanes |
| Fjölnir | BÍ/Bolungarvík |
| Haukar | Fram |
| Höttur | Grindavík |
| ÍA | HK/Víkingur |
| ÍR | Keflavík |
| Sindri | Tindastóll |
| Þróttur R. | Völsungur |
