Fréttir

Riðlaskipting og bikardrættir
Knattspyrna | 16. febrúar 2016

Riðlaskipting og bikardrættir

Búið er að skipta í riðla í 1. deild kvenna og þá er búið að draga í fyrstu umferðir Borgunarbikarsins.  Hér að neðan má sjá riðlaskiptinguna í 1. deildinni en þar eru okkar stúlkur í B-rðili.

Í fyrstu umferð Borgunarbikars kvenna heimsækjum við Skínanda í Garðabæinn en leikurinn verður á Samsung-vellinum mánudaginn 9. maí.  Liðið sem sigrar mætir annað hvort Álftanesi eða Víkingi Ó. í næstu umferð sem fer fram 22. maí.

Það er einnig búið að draga í Borgunarbikar karla og þar mætir Keflavík til leiks í 2. umferðinni og mætir þá sigurvegaranum úr leik Stokkseyrar og Skallagríms.  Það verður útileikur hjá okkar mönnum og fer hann fram þriðjudaginn 10. maí.

Riðlar í 1. deild kvenna 2016.

A riðill B riðill C riðill
Fram Fjölnir Einherji
HK/Víkingur Afturelding Fjarðabyggð
Hvíti riddarinn Keflavík Hamrarnir
ÍR Grindavík Höttur
KH Haukar Sindri
Skínandi Grótta Tindastóll
Víkingur Ó Augnablik Völsungur
Þróttur R Álftanes  
14 leikir á lið 14 leikir á lið 12 leikir á lið


Eftir riðlakeppni fer fram úrslitakeppni átta liða þar sem tvö efstu lið hvers riðils komast í úrslit ásamt tveim félögum með bestan árangur í 3. sæti (árangur gegn liðum í 8. sæti teljast ekki með). Þar mætast:

8 liða úrslit:
Fyrri leikir:     BC3-A1, AC3-B1, C2-A2, B2-C1
Seinni leikir:   A1-BC3, B1-AC3, A2-C2, C1-B2           

Undanúrslit
Fyrri leikir:    C1/B2 – A1/BC3, A2/C2-B1/AC3
Seinni leikir:  A1/BC3–C1/B2, B1/AC3–A2/C2

Úrslitaleikur
Sigurvegarar í undanúrslitum leika til úrslita. Leikið er til þrautar.
Mótanefnd KSÍ ákveður leikstað.

Ný félög frá 2015
Grótta frá Seltjarnarnesi
KH frá Reykjavík
Skínandi frá Garðabæ