Fréttir

Riðlaskiptingin í 1. deild kvenna
Knattspyrna | 5. mars 2013

Riðlaskiptingin í 1. deild kvenna

Búið er að skipta í riðla í 1. deild kvenna og er Keflavík í riðli B þar sem alls leika átta lið.  Í hinum riðlinum eru níu lið.  Leikin verðu tvöföld umferð og að þeim loknum hefst fjögurra liða úrslitakeppni.  Þau lið sem sigra í undanúrslitunum tryggja sér sæti í efstu deild á næsta ári og leika jafnframt til úrslita í deildinni.

Keppni í 1. deildinni byrjar í lok maí og okkar stúlkur byrja á heimaleik gegn Fjölni.

A-riðill B-riðill
BÍ/Bolungarvík Völsungur
Tindastóll Höttur
Víkingur Ó Sindri
ÍA Fjarðabyggð
Fylkir KR
Haukar Fjölnir
ÍR Grindavík
Álftanes Keflavík
Fram