Fréttir

Knattspyrna | 23. febrúar 2006

RISApottur á enska

Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur hvetur alla félagsmenn og velunnara til að mæta í K-húsið næstkomandi laugardag á milli 11:00 og 13:00 og freista þess að krækja í stóran vinning í getraunum (sjá fréttatilkynningu frá Getraunum hér að neðan).  Hver mundi fúlsa við nokkrum milljónum eða jafnvel nokkrum tugum milljóna?  Opnunartími verður eins og áður sagði frá 11:00-13:00 og það verður kaffi á könnunni og hver röð kostar aðeins 10 krónur þannig að það þarf ekki endilega að kosta miklu til að vera með og eiga möguleika.
                                                                            
RISApottur á enska                                                        
Tipparar reyndust afar getspakir um síðustu helgi og náði útborgun fyrir 10 og 11 rétta ekki lágmarksupphæð. Vinningsupphæðin fyrir þessa tvo flokka leggst því við fyrsta vinning næsta laugardag og verður potturinn um 65 milljónir króna. Það er því til mikils að vinna.                      
                                                                           
Vonumst til að sjá sem flesta um helgina.                                  
Barna og Unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur