Risapottur í enska boltanum
Nú er risapottur í enska boltanum næsta laugardag og verður fyrsti vinningur um 70 milljónir.
Ágæti félagi,
Við viljum vekja athygli þína á að potturinn í Enska boltanum verður 70 milljónir um helgina og því er til mikils að vinna.
Einnig viljum við minna þig á að getraunanúmer KEFLAVÍKUR er 230. Mikilvægt er að merkja við félagsnúmerið, hvort heldur sem tippað er á 1X2.is eða á næsta sölustað.
Unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur fær 22% af upphæðinni sem þú tippar fyrir í sinn hlut og munar um minna.
Með kveðju,
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur