Lið RKV (Reynir - Keflavík - Víðir) komst í úrslitakeppni fjögurra liða í 1. deild kvenna. Liðið lauk raunar keppni í 3. sæti A-riðils en tvö efstu lið úr hvorum riðli komast í úrslitakeppnina. Það var hins vegar varalið Breiðabliks sem sigraði rðilinn en liðið má ekki fara upp um deild og því fór RKV ásamt Fjölni í úrslitin. Þar mætir RKV liði Sindra og verður fyrri leikurinn í Sandgerði á laugardaginn kl. 17:00. Seinni leikur liðanna verður á þriðjudag. Það lið sem hefur betur í leikjunum leikur við Fjölni eða Tindastól um sigur í deildinni og sæti í úrvalsdeild að ári.