Fréttir

RKVN - Samstarf suðurnesjaliða í yngri flokkum kvenna
Knattspyrna | 19. september 2023

RKVN - Samstarf suðurnesjaliða í yngri flokkum kvenna

Það eru spennandi tímar framundan nú við upphaf nýs tímabil hjá fótboltastelpunum okkar. Knattspyrnudeildir Keflavíkur, Reynis,  Víðis og UMFN hafa skrifað undir þriggja ára samning um sameinað lið í 3-5.flokki kvenna.

 

Hugmyndir um samstarf liðanna hafa komið til umræðu af og til undanfarin misseri. Eftir formlegar viðræður að undanförnu hafa félögin komist að samkomulagi um að sameina krafta sína. Iðkendur Njarðvíkur bætast við sameiginlegt lið Reynis, Keflavíkur og Víðis sem í tíu ár hafa spilað undir heitinu RKV. Heiti liðsins á nýju tímabili verður RKVN.

 

Markmið samstarfsins er að efla kvennaknattspyrnu í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ með hagsmuni allra iðkenda að leiðarljósi. Með fleiri leikmönnum eykst fjöldi liða og hópar verða jafnari bæði á æfingum og í leikjum. Lykilatriðið er að með því að vinna saman getum við aukið þjónustu við fótboltastelpur á Suðurnesjum.  Við getum státað okkur af því að vera með eitt fjölmennasta kvennastarf á landinu.

 

Félögin horfa jákvæðum augum til nýs knattspyrnutímabils sem býður upp á nýja og spennandi möguleika.

 

Myndasafn