Fréttir

Knattspyrna | 9. janúar 2008

Rúnar býður sig fram til stjórnar KSÍ

Rúnar Arnarson, fráfarandi formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ.  Rúnar hyggst láta af embætti formanns deildarinnar á aðalfundi hennar í lok janúar.  Hann hyggst síðan bjóða sig fram sem stjórnarmaður Knattspyrnusambandsins á ársþingi þess þann 9. febrúar.  Rúnar hefur verið formaður Knattspyrnudeildar í tæpan áratug.  Starfsemi deildarinnar hefur verið öflug undir stjórn Rúnars, karlaliðið vann m.a. bikarmeistaratitil árin 2004 og 2006 og kvennalið félagsins lék til úrslita í bikarkeppninni árið 2007.  Á þessum árum hefur karlalið félagsins leikið í Evrópukeppnum félagsliða og fjölmargir leikmenn hafa reynt fyrir sér erlendis.  Það verður erfitt að fylla skarð Rúnars í stjórn Knattspyrnudeildarinnar en ljóst að reynsla hans mun nýtast vel á nýjum vígstöðvum, hvort sem það verður hjá KSÍ eða annars staðar.