RÚV fékk Fjölmiðlagyðjuna
Á lokahófi Knattspyrnudeildar var Fjölmiðlagyðjan veitt í sjötta sinn. Gyðjan er gripur sem veitt er þeim fjölmiðli sem þótt hefur skarað fram úr í umfjöllun sinni um Íslandsmótið í knattspyrnu. Þessi viðurkenning var fyrst veitt árið 2005 og þá hlaut Stöð2/Sýn gripinn. Síðan hafa Morgunblaðið, Víkurfréttir, Stöð 2 Sport og Fótbolti.net hlotið þessa eftirsóttu viðurkenningu.
Í ár var það Íþróttadeild RÚV sem hlaut Fjölmiðlagyðjuna fyrir þáttinn Íslenska boltann. Þátturinn sýndi á skemmtilegan hátt frá leikjum sumarsins í bland við gömul myndbrot sem settu mikinn og skemmtilegan svip á þáttinn. Og ekki má gleyma umfjöllun um íslenska kvennaboltann en RÚV var einn af fáum miðlum sem sýndu honum áhuga og það er eitthvað sem fleiri mættu taka sér til fyrirmyndar. Það voru Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður sem tóku við Gyðjunni.
Myndir: Jón Örvar Arason
Þorkell Gunnar tekur við Fjölmiðlagyðjunni. Ólafur
varaformaður og Þorsteinn formaður afhentu gripinn.
Þorkell Gunnar og Kristín Harpa hæstánægð með Gyðjuna glæsilegu.