Knattspyrna | 13. apríl 2005
Sænskur leikmaður til Keflavíkur
Leikmaður Örgryte frá Gautaborg er kominn til Keflavíkur til reynslu. Leikmaðurinn mætti á sína fyrstu æfingu á þriðjudag. Hann verður hér fram að helgi og síðan verður tekin ákvörðun um framhaldið. Þá æfir með Keflavík leikmaður frá Völsungi á Húsavík, Svavar Sigurðsson, hann er varnarmaður eins og sá sænski og verður til reynslu næstu daga. asi