Sætaferðir á KR-leikinn
Næsta sunnudag mun Keflavík spila afar þýðingarmiknn leik á útivelli í vesturbænum gegn KR. Fyrirhugað er að vera með fríar sætaferðir á leikinn frá Sundmiðstöðinni í Keflavík á sunnudag kl. 16:30. Til að meta þörfina á rútu eru áhugasamir beðnir um að senda póst á Knattspyrnudeild svo hægt sé að áætla fjöldann. Skorað er á Keflvíkinga að fjölmenna á leikinn, skapa góða stemmningu í stúkunni og fara svo heim glaðir í bragði, vonandi með þrjú stig í farteskinu. Þeir sem hefðu áhuga á að nýta sér sætaferðir eru beðnir um að láta vita sem fyrst á kef-fc@keflavik.is.