Fréttir

Knattspyrna | 11. júlí 2008

Salih Heimir Porca hættur

Á fundi með þjálfara meistaraflokks kvenna Salih Heimi Porca í dag var það sameiginleg ákvörðun þjálfara og Knattspyrnudeildar Keflavíkur að breytinga væri þörf til að snúa við slæmu gengi liðsins að undanförnu og að Salih Heimir Porca léti af störfum sem þjálfari meistaraflokks.

Porca hefur þjálfað liðið í tvö ár og var árangur liðsins góður á s.l. tímabili þar sem liðið endaði í 4. sæti Landsbankadeildar og komst í úrslitaleik VISA-bikarsins.  Á yfirstandandi tímabili hefur árangur liðsins valdið vonbrigðum og telur Knattspyrnudeild Keflavíkur að Porca nái ekki lengra með lið Keflavíkur.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Porca fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Keflavíkur,