Fréttir

Knattspyrna | 8. júlí 2005

Sameiginleg upphitun fyrir leik FH og Keflavíkur

Okkur stuðningsmönnum Keflavíkur hefur verið boðið að hita upp með stuðningsmönnum FH fyrir leikinn í kvöld.  Pumasveitin mun mæta og taka nokkur lög og síðan mun hópurinn ganga saman á leikinn og mun þá vináttan rjúka útí veður og vind (og rigningu) í þær 90 mínútur sem leikurinn tekur.  Staðurinn er Áttan, sem er á bakvið Kentucky (KFC) í Hafnarfirði.  Stórt gult hús.

Eftir því sem ég best veit þá hefur þetta ekki verið gert áður að stuðningshópar ólíkra liða hittist fyrir leik.  Á undanförnum misserum hefur skapast góð vinátta á milli stuðningsmanna FH og Keflavíkur og vill ég því hvetja sem flesta að mæta og eiga góðar stundir með stuðninsmönnum FH.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu stuðningsmanna Keflavíkur http://www.blog.central.is/kef-fc/.  Vonandi verður þetta til þess að fleiri lið taki sér þetta til fyrirmyndar og stemmingin í kringum fótboltann megi aukast.

Rúnar I. Hannah
http://www.blog.central.is/kef-fc/