Fréttir

Sameiginleg yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Þorvaldi Örlygssyni
Knattspyrna | 4. október 2016

Sameiginleg yfirlýsing frá Knattspyrnudeild Keflavíkur og Þorvaldi Örlygssyni

Þorvaldur Örlygsson sem tók við þjálfun meistaraflokks karla haustið 2015 lætur nú af störfum sem þjálfari félagsins og mun að öllum líkindum hverfa til starfa hjá Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ)  í fullu starfi nú í haust. Þorvaldur hefur samhliða þjálfun meistaraflokks karla hjá knattspyrnudeildinni starfað í hlutastarfi hjá KSÍ sem þjálfari U-19 ára landsliðs karla. KSÍ hyggst nú gera þetta að 100% starfi sem mun hafa þau áhrif að Þorvaldur getur ekki þjálfað félagslið samhliða.

Knattspyrnudeild Keflavíkur þakkar Þorvaldi fyrir vel unnin störf á liðnu ári og ánægjulegt samstarf og óskar honum velfarnaðar í starfi hjá KSÍ.

Fyrir hönd Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Jón G. Benediktsson, formaður