Sami hópur gegn Haukum
Í kvöld leika Keflavík og Haukar í 1. deildinni og hefst leikurinn á Keflavíkurvelli kl. 19:00. Sérstök athygli er vakin á að leikurinn er kl. 19:00 eða klukkutíma fyrr en kvöldleikirnir hingað til. Keflavík teflir fram sama leikmannahópi og vann Aftureldingu örugglega í síðustu viku. Ein breyting verður á byjrunarliðinu; Hólmar Örn Rúnarsson kemur aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa byrjað á bekknum síðast. Hann tekur stöðu Ingva Rafns Guðmundssonar sem stóð í ströngu með 2. flokki gegn Þór á Akureyri í vikunni.Keflavíkurliðið verður þannig skipað í leiknum:
Ómar
Guðjón
Zoran
Haraldur
Kristján
Hólmar Örn
Jónas
Stefán
Scott
Magnús Þorsteins
Þórarinn
Varamenn:
Magnús Þormar
Hjörtur
Ólafur Ívar
Ingvi Rafn
Hörður