Samið við Bílageirann
Knattspyrnudeild og Bílageirinn ehf. hafa gert samstarfssamning til þriggja ára. Í samningnum felst m.a. að merki Bílageirans verður á kraganum á treyjum meistaraflokks karla næstu árin. Það er mjög ánægjulegt að framhald verði á þessu samstarfi en Bjössi í Bílageiranum hefur um árabil verið dyggur styrktaraðili deildarinnar.
Bílageirinn er öflugt fyrirtæki og við hvetjum stuðningsmenn okkar til að versla heima. Hægt er að sjá meira um Bílageirann á vef fyrirtækisins.