Fréttir

Knattspyrna | 28. september 2010

Samið við Indiru Ilic

Meistaraflokkur kvenna hefur gengið frá samningi við serbneska leikmanninn Indiru Ilic sem leikið hefur með liðinu frá 15. júlí í sumar.  Alls voru þrír Serbar með liðinu í sumar en Indira þótti bera af úr þeim hópi.  Indira er tuttugu og þriggja ára og hefur átt fast sæti í sínu landsliði.  Hún er nú líkt og vinkonur hennar horfin til síns heima.  Þó mun hún halda sér í góðu formi í vetur því hún verður við æfingar hjá Glasgow Rangers sem munu hefjast í nóvember.  Henni leið vel hér og hlakkar til að koma aftur til okkar í vor.  Indira er öflugur varnarmaður sem þó tókst að setja eitt mark í sumar.

Meðfylgjandi myndir tók Örn Eiríksson af Andrési Hjaltasyni formanni og Indiru við undirritun samningsins.