Samið við leikmenn 3ja flokks
Fimm ungir og efnilegir leikmenn úr 3ja flokki Keflavíkur skrifuðu fyrir stuttu undir leikmannasamninga við félagið. Þetta eru þeir Bojan Stefán Ljubicic, Magnús Þór Magnússon, Róbert Örn Ólafsson, Viktor Smári Hafsteinsson og Árni Freyr Ásgeirsson markvörður en þess má geta að Árni er varamarkvörður meistaraflokks. Þeir eru allir fæddir 1992, þeirri góðu árgerð. Strákarnir eru vonandi framtíðarleikmenn fyrir Keflavík og eru þeir að gera virkilega góða hluti. Þeir eru í toppbaráttu B-deildar 3.flokks og eru þar í hörkubaráttu um sæti í A-deild að ári.
Þess má geta að jafnaldri þeirra Sigurbergur Elísson skrifaði undir hjá Keflavík í september 2007. Sigurbergur varð yngsti leikmaður efstu deildar frá upphafi er hann kom inn á í leik gegn Fylki í Árbænum í fyrra.
Við óskum strákunum til hamingju með áfangann og megi þeim vegna sem best. Það voru foreldrar strákanna sem skrifuðu undir samningana með þeim ásamt Þorsteini Magnússyni formanni knattspyrnudeildar og Smára Helgasyni formanni unglingaráðs.
Myndir: Jón Örvar
Róbert Örn með þjálfurum sínum þeim Zoran og Hauk, ásamt Smára Helgasyni.
Viktor skrifar undir ásamt móður sinni, Viktoriu Marinusdóttur.
Zoran Daníel Ljubicic, faðir Bojans, skrifar undir með syninum.
Árni Freyr og faðir hans, Ásgeir Þórðarson.
Smári, Guðríður Magnúsdóttir, móðir Magnúsar, Magnús sjálfur og Þorsteinn.
Elís Kristjánsson, Sigurbergur sonur hans og Rúnar, þáverandi formaður.
Piltanir okkar: Sigurbergur, Róbert Örn, Magnús Þór,
Viktor Smári, Bojan Stefán og Árni Freyr.