Fréttir

Knattspyrna | 7. desember 2010

Samið við Nettó - Keflavíkurvöllur verður Nettó-völlurinn

Gengið hefur verið frá samstarfssamningi Knattspyrnudeildar og Nettó en það var formlega gert í boði deildarinnar fyrir samstarfsaðila sem haldið var á dögunum.  Samningurinn við Nettó er til þriggja ára og tryggir hann að Nettó verður einn allra stærsti styrktaraðili knattspyrnunnar í Keflavík.  Í samningnum felst meðal annars að völlurinn okkar mun heita Nettó-völlurinn og þá mun meistaraflokkur karla leika með nafn Nettó á bakinu á búningum sínum.  Nettó hefur stutt vel við bakið á Knattspyrnudeild Keflavíkur undanfarin ár og það er mjög ánægjulegt að svo verður áfram.

Myndir: Jón Örvar


Stefán Ragnar Guðjónsson, forstöðumaður innkaupa- og markaðssviðs Nettó,
og Þorsteinn formaður Knattspyrnudeildar.


Stefán og Þorsteinn skrifa undir.


Völlurinn okkar heitir nú Nettó-völlurinn.  Hann er nú samt ennþá á sama stað...