Fréttir

Knattspyrna | 21. nóvember 2003

Samið við PUMA og K-Sport

Á dögunum var gengið frá samningum við TÓ ehf. og K-Sport um að Keflavíkurliðið leiki í búningum frá PUMA næstu 3 árin.  Það var Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar, sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd deildarinnar ásamt þeim Tómasi Torfasyni frá TÓ og Sigurði Björgvinssyni frá K-Sport.


Tómas, Rúnar og Sigurður eftir undirritun samningsins.