Samið við unga leikmenn
Undanfarin ár hefur Knattspyrnudeild lagt áherslu á að gera samninga við unga leikmenn hjá félaginu og nú hafa tveir bæst í hópinn. Það eru tvíburabræðurnir Arnór Smári og Patrekur Örn Friðrikssynir sem hafa báðir gert tveggja ára samning. Þeir bræður eru fæddir árið 1996 og eru því 18 ára gamlir. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þeir verið að fá tækifæri með meistaraflokki í vetur og halda vonandi áfram á sömu braut.
Arnór Smári er til hægri á myndinni en Patrekur Örn til vinstri.