Fréttir

Knattspyrna | 12. desember 2003

Samkaup hf. og Knattspyrnudeild Keflavíkur gera samkomulag um samstarf

Samkaup hf sem reka verslanirnar Samkaup, Sparkaup og Kaskó hér á Suðurnesjum auk Kjötvinnslunnar Kjötsel hafa í áratugi reynt að létta undir með æskulýðs- og forvarnarstarfi. Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur endurheimt sæti sitt  í efstu deild og hefðin gerir kröfur um það. Þá heldur knattspyrnudeildin  úti öflugu barna- og unglingastarfi. Uppgangur er í knattspyrnunni og að sama skapi eru vaxandi kröfur sem koma t.d. fram í Leyfishandbók KSÍ, kröfur til knattspyrnudeilda um skipulagsmál og betri aðstöðu. Undir þessum formerkjum hafa Samkaup hf. og knattspyrnudeildin gert með sér samkomulag.  Samkomulagið er að verðmæti 1.000.000.- Ein milljón.


Rúnar Arnarson, formaður Knattspyrnudeildar og Skúli Skúlason,
starfsmannastjóri Samkaupa, undirrituðu samninginn.