Samningar við leikmenn
Undanfarna daga hefur verið gengið frá samningum við nokkra leikmenn meistaraflokks.
Þórarinn Kristjánsson skrifaði undir 2ja ára samning og Zoran Daníel Ljubicic gekk frá samningi til eins árs. Þá hefur Ingvi Rafn Guðmundsson skrifað undir þriggja ára samning eins og Einar Antonsson sem gekk nýlega til liðs við félagið frá Selfossi. Þessir leikmenn verða því allir með Keflavík í baráttunni sem er framundan í sumar.