Fréttir

Knattspyrna | 22. desember 2004

Samningur við Perluna

Knattspyrnudeild Keflavíkur og líkamsræktarstöðin PERLAN undirrituðu samstarfssamning á blaðamannafundi í K-húsinu í gær.  Sigríður Rósa Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri PERLUNNAR og Rúnar V. Arnarsson undirrituðu samninginn sem er mikill fengur fyrir deildina.  Samningurinn tryggir leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna aðgang að PERLUNNI en í upphafi árs ætla þjálfarar liðanna að nýta þá aðstöðu að fullu.  Keflavík færir Sigríði og PERLUNNI bestu þakkir fyrir frábært framlag.


Rúnar og Sigríður undirrita samstarfssamninginn.
(Mynd: Jón Örvar Arason)