Samstarf við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Knatspyrnudeild Keflavíkur hefur unnið að því hörðum höndum á undanförnum mánuðum að ná samstarfssamningum við stór fyrirtæki á Suðurnesjum. Þetta eru fyrirtæki sem hafa starfsaðstöðu sína í Reykjanesbæ og Keflavíkurflugvelli og sækja starfsfólk sitt hér í bæ. Með markvissu starfi mun þetta átak bera ávöxt og er eins og önnur góð mál sem þurfa sinn tíma til að sanna sig. Í byrjun keppninstímabilsins voru gerðir samningar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem byggja á þessari hugmynd, að fyrirtæki styðji við bakið á íþróttum á starfssvæði sínu. Knattspyrnudeild Keflavíkur er stærsta einstaka íþróttadeild á Suðurnesjum, en iðkendur hennar og stuðningsmenn skipta þúsundum og velta milljónatugum á ári. Knattspyrnudeildin er ekki síður mikilvægt fyrirtæki í bænum og er með 4 fastráðna starfsmenn og hlutastörfin í heild gætu samsvarað 6-8 störfum.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar kemur að rekstri Knattspyrnudeildarinnar á myndarlegan hátt. Fyrirtækið vill með samningi sínum við Keflavík styrkja innviði deildarinnar þar sem séstaklega er litið til öflugrar starfsemi við uppbyggingu yngri flokka Keflavíkur og að efla Knattspyurnudeildina til góðra verka í heild. Fyrirtækið vill með þessu sýna góðan vilja sinn til að taka þátt á öflugri uppbyggingu íþrótta á starfssvæði sínu. Knattspyrnudeild Keflavíkur vill taka þátt í því að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið meðal iðkenda sinna og stuðningsmanna, merki fyrirtækisins verður sett inn á heimasíðu Keflavíkur á næstu dögum og geta þeir sem vilja afla sér upplýsinga um Flugstöðina tengd sig beint inn á heimasíðu FLE af heimasíðu Keflavíkur. Knattspyrnudeild vill þakka þeim starfsmönnum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er sáu um samninga við Keflavík einkar ánægjulegt samstarf og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni en þau voru Hrönn Ingólfsdóttir markaðsstjóri og Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdsastjóri. ási