Fréttir

Knattspyrna | 13. mars 2009

Samstarf við HS Orku

Knattspyrnudeild Keflavíkur og HS Orka hafa gert með sér samstarfssamning.  HS Orka bætist þannig í stóran hóp samstarfsaðila Knattspyrnudeildar.  Það er okkur mikið ánægjuefni að fá HS Orku í þennan hóp enda  fyrirtækið þekkt fyrir öfluga starfsemi og góða þjónustu.  Það voru þeir Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildar, og Júlíus Jónasson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sem undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Hitaveitunnar.


Þorsteinn og Júlíus handsala samstarfssamninginn.