Samstarf við Víði
Knattspyrnudeildir Keflavíkur og Víðis í Garði hafa gert með sér samning um margvíslegt samstarf. Samningurinn var undirritaður fyrir æfingaleik liðanna á mánudaginn. Í samningnum er m.a. gert ráð fyrir að leikmönnum sem einhverra hluta vegna nýtast ekki hjá Keflavík skuli bent á þann möguleika að spila með Víði. Einnig fær Keflavík að æfa á æfingasvæði Víðis á vorin og liðin leika einn æfingaleik á aðalleikvangi Víðis.