Fréttir

Samstarfsamningur Keflavíkur og SoHo
Knattspyrna | 4. maí 2021

Samstarfsamningur Keflavíkur og SoHo

Samstarfs- og styrktarsamningur SoHo við knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Keflavíkur innsiglaður.

 

Í dag var gengið frá samstarfs- og styrktarsamning milli SoHo og knattspyrnu- og körfuknattleiksdeilda Keflavíkur. Samningarnir gilda út tímabilin 2023 og mun heldur betur létta undir rekstri þessara tveggja deilda enda veglegur stuðningur sem Örri og Íris koma með en þau hafa stutt dyggilega við bakið á Keflavík undanfarin ár. SoHo mun því áfram vera einn af stærstu styrktaraðilum beggja deilda.

Það var kátt yfir þeim Erni Garðars eiganda SoHo, Jónasi Guðna framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar og Kristjáni Helga varaformanni körfuknattleiksdeildar þegar þeir hittust við undirskrift. Báðar deildir lýsa yfir mikilli ánægju með samninginn og hlakkar til samstarfsins.