Fréttir

Knattspyrna | 19. janúar 2012

Samúel Kári aftur til Herenveen

Samúel Kári Friðjónsson er á leið til æfinga hjá hollenska félaginu Herenveen.  Hann var þar fyrir jól og nú hefur hollenska liðið óskað eftir því að fá Samúel aftur.  Samúel verður hjá Herenveen frá 29. janúar til 5. febrúar.  Í fyrri heímsókninni æfði Samúel með unglingaliði Herenveen og lék einn leik.  Það var 4-2 sigurleikur og skoraði okkar maður eitt markanna en hann lék sem miðvörður í leiknum. 

Samúel Kári er fæddur árið 1996 og leikur með 3. flokki Keflavíkur.  Hann er einn af okkar efnilegustu leikmönnum og hefur þegar skrifað undir leikmannasamning hjá félaginu.  Samúel lék með U-17 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu síðastliðið sumar þar sem hann lék fjóra leiki og skoraði eitt mark.