Fréttir

Samúel Kári með U-17 ára liðinu
Knattspyrna | 25. september 2012

Samúel Kári með U-17 ára liðinu

Samúel Kári Friðjónsson er í U-17 ára landsliðshópi Íslands sem leikur í undankeppni EM á Möltu 29. september til 4. október.  Mótherjar Íslendinga í riðlinum eru, auk heimamanna, Portúgal og Noregur og er fyrsti leikur Íslands gegn Portúgölum.

Samúel Kári er 16 ára en hefur þegar verið í leikmannahópi Keflavíkur í Pepsi-deildinni í sumar.  Hann á að baki 8 leiki með U-17 ára liðinu og hefur skorað í þeim tvö mörk.  Hann var fyrirliði liðsins á Norðurlandamótinu í sumar.  Við óskum Samúel og félögum hans góðs gengis ytra.