Selfoss-leikurinn hjá Sportmönnum
Sælir Sportmenn,
Það er búið að færa leik Keflavíkur og Selfoss yfir á mánudaginn 31. maí kl. 19:15. Ástæðan er sú að Halli G. var valinn í landsliðið sem er að spila gegn Andorra á laugardeginum. Það hefur gengið vel hjá okkar mönnum það sem af er móti og hefur liðið fengið góðan stuðning frá stuðningsmönnum. Við höldum því að sjálfsögðu áfram og fjölmennum á þennan leik sem er gegn spútnikliði mótsins (að minnsta kosti fram að þessu). Við erum í efsta sæti og ætlum að sjálfsögðu að halda því.
Varðandi fyrirkomulagið hjá okkur fyrir þennan leik þá verður smá breyting. Við munum ekki hittast í Reykjaneshöllinni eins og síðast heldur munum við hittast í vallarhúsinu við Njarðvíkurvöll sem er inni á vallarsvæðinu sjálfu í Njarðvík. Húsið opnar um 18:15 og gerum við ráð fyrir að Willum sé að koma á bilinu 18:30 og 18:45 til að fara yfir leikinn. Það verður að sjálfsögðu boðið upp á kaffi og með því fyrir leik og gerum við ráð fyrir að gera það sama í hálfleik þar sem við erum komnir með nýja aðstöðu.
Það er svo ekkert annað að gera en að fjölmenna á mánudaginn, ÁFRAM KEFLAVÍK!
P.S. Vildi einnig benda ykkur á að það er einnig búið að færa bikarleikinn sem vera átti á miðvikudaginn fram á fimmtudag. Við sendum frekari upplýsingar um það þegar nær dregur.