Fréttir

Knattspyrna | 13. janúar 2011

Sex í Futsal-hópnum

Sex leikmenn Keflavíkur eru í æfingahópi fyrir Evrópukeppnina í Futsal en hópurinn æfir um helgina.  Í næstu viku verður svo 14 manna hópur valinn til að leika fyrstu Futsal-landsleiki Íslands.  Keflvíkingarnir í hópnum eru Guðmundur Steinarsson, Magnús Þorsteinsson, Haraldur Freyr Guðmundsson, Magnús Þórir Matthíasson, Sigurður Sævarsson og Bojan Ljubicic.

Futsal-hópurinn æfði um síðustu helgi undir stjórn Willums þjálfara og þá var einnig leikinn pressuleikur að Ásvöllum.  Landsliðið vann þann leik 7-6 þar sem Guðmundur Steinars og Magnús Þorsteins skoruðu báðir tvö mörk fyrir landsliðið en Bojan gerði þrjú fyrir pressuliðið og Sigurður Sævars tvö.  Leikmenn Keflavíkur skoruðu því níu af 13 mörkum leiksins.

Keflavík lék æfingaleik gegn Selfossi um helgina og vann 4-0.  Margir sterkir leikmenn voru fjarri góðu gamni í þessum leik og fengu yngri leikmenn að spreyta sig og stóðu sig vel.  Viktor Smári Hafsteinsson skoraði tvö markanna og Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Ólafsson eitt hvor.