Shell-mót 6. flokks
Í dag, miðvikudaginn 22. júní, halda 39 piltar úr 6. flokki Keflavikur ásamt fríðu föruneyti fararstjóra á vit ævintýranna í Vestmannaeyjum. Framundan er hið árlega og stórglæsilega Shellmót. Þetta er einn stærsti íþróttaviðburður landsins hjá yngri kynslóðinni og án nokkurs vafa mikil gleði framundan hjá piltunum. Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag. Hægt er að fylgjast með úrslitum og fréttum frá mótinu á heimasíðu mótsins. Einnig munum við hér á síðunni reyna að koma með fréttir og myndir frá mótinu.