Shellmót 6. flokks í Eyjum
Að venju hafa yngri flokkarnir haft nóg að gera í sumar við að keppa á hinum ýmsu stórmótum víða um land. Eitt það skemmtilegasta er án efa Shellmótið í Eyjum en þangað fór 6. flokkur í lok júní. Því miður hefur dregist að birta þessar myndir af strákunum en vonandi spillir það ekki fyrir. Meira má sjá um mótið á heimasíðu Shellmótsins.
Strákanir stóðu sig allir frábærlega þrátt fyrir rok og rigningu. Besta árangri náði C-liðið sem lenti í 3. sæti og var óheppið að ná ekki í úrslitaleikinn. D-liðið stóð sig vel og lenti í 7. sæti. Keflvíkingar stóðu sig frábærlega í knattþrautunum. Í húllahoppinu náði Ólafur Ingvi Hansson frábærum árangri en hann var stöðvaður eftir 37 mínútur vegna þess að landsleikurinn var að byrja. Hann hefði getað haldið endalaust áfram. Elías Már Ómarsson fékk líka verðlaun fyrir að halda bolta á lofti, náði 97 sinnum. Aron Elvar Ágústsson var valinn í landsliðið og Shellmótsliðið. Keflvíkingar þurfa því engu að kvíða um komandi ár ef strákarnir standa sig svona vel áfram og æfa sig. Upprennandi knattspyrnumenn hér á ferðinni!
Aron Elvar Ágústsson var valinn í 10 manna Úrvalslið mótsins.
C-lið Keflavíkur á verðlaunapalli fyrir 3. sætið.
Hermann Hreiðarsson afhenti þeim verðlaunin.
Elías Már Ómarsson sigraði í að "halda knetti á lofti". Hér tekur
Elías við bikar úr höndum atvinnumannsins Hermanns Hreiðarssonar.
C-liðið sem endaði í 3. sæti.
Efri röð frá vinstri: Guðjón Guðmundsson liðsstjóri, Alexander Hannesson,
Arnþór Ingi Guðjónsson, Ási Skagfjörð Þórhallsson, Elías Már Ómarsson,
Gunnar Magnús Jónsson þjálfari og Friðjón Einarsson liðsstjóri.
Neðri röð frá vinstri: Samúel Kári Friðjónsson, Eyþór Guðjónsson, Björn Elvar Þorleifsson,
Steinn Einarsson, Axel Pálmi Snorrason og Brynjar Hansson lukkupeyji.
Úrvalslið Shellmótsins 2004 ásamt Hermanni Hreiðarssyni.