Fréttir

Siðbúið sigurmark hjá 2. flokki
Knattspyrna | 11. ágúst 2014

Siðbúið sigurmark hjá 2. flokki

Lið Keflavíkur/Njarðvíkur er í efsta sæti B-deildar Íslandsmótsins en liðið vann nauman útisigur í Eyjum um helgina.  Okkar strákar léku þá gegn sameiginlegu liði ÍBV/KFS/KFR og lentu undir strax í byrjun en sumir í okkar liði virtust enn vera að jafna sig eftir sjóferðina út í Eyjar.  Strákarnir jöfnuðu sig þó fljótt og staðan í hálfleik var 2-2.  Það voru Jón Tómas Rúnarsson og Ari Steinn Guðmundsson sem gerður mörkin.  Seinni hálfleikur var heldur rólegri en þegar komið var fram í uppbótartíma tryggði Aron Freyr Róbertsson sigurinn við mikinn fögnuð okkar stráka.

Keflavík/Njarðvík er nú í efsta sæti B-deildar með 27 stig eftir 12 leiki og hafa nokkuð afgerandi forystu á toppnum ásamt Fram.  Það er ljóst að strákarnir ætla sér að tryggja sætið í efstu deild að ári.  Liðið er einnig komið í undanúrslit bikarkeppni 2. flokks og mætir þar ÍA/Kára en leikurinn verður á Akranesi 23. ágúst.  Næsti leikur á Íslandsmótinu er hins vegar á heimavelli gegn Aftureldingu/Hvíta riddaranum þriðjudaginn 19. ágúst en þá leika bæði A- og B-lið.