Fréttir

Knattspyrna | 16. nóvember 2010

Sigrar gegn Víði og Þrótti

Keflavíkurliðið leikur hvern leikinn á eftir öðrum þessa dagana og það eru þegar komnir tveir leikir í þessari viku.  Á sunnudag var æfingaleikur gegn Þrótti R. í Reykjaneshöllinni.  Lokatölur urðu 3-0, okkar mönnum í vil.  Guðmundur Steinarsson og Magnús Þórir Matthíasson gerðu sitt markið hvor og gestirnir gerðu síðan sjálfsmark.  Í gærkvöldi var komið að leik í Íslandsmótinu innanhúss, Futsal, þegar okkar menn heimsóttu Víði í Garði.  Þar vannst annar sigur, að þessu sinni 9-6.  Magnús Sverrir Þorsteinsson og Magnús Þórir Matthíasson gerðu þrjú mörk hvor og þeir Bojan Stefán Ljubicic, Sigurður Gunnar Sævarsson og Haraldur Freyr Guðmundsson gerðu eitt mark hver.  Keflavík hefur því unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum en næsti leikur er heima gegn Vængjum Júpiters sunnudaginn 21. nóvember kl. 19:00.

Mynd: Magnús Þórir skoraði í báðum leikjunum.