Fréttir

Knattspyrna | 20. júní 2003

Sigrar og tap hjá 5. flokki

Keflavík lék gegn Selfossi fyrir austan fjall s.l. miðvikudag á Íslandsmótinu í 5. flokki karla. A - liðið átti mjög slæman dag og steinlá fyrir sprækum Selfyssingum 8 - 1, mark Keflavíkur gerði Birgir Ólafsson. B og C liðunum gekk öllu betur. B - liðið sigraði 5 - 2 og gerðu eftirtaldir eitt mark hver, Stefán Geirsson, Þorbergur Geirsson, Davíð Atlason, Bjarni Reyr Guðmundsson og Bojan Stefán Ljubicic. C - liðið sigraði 7 - 2 með 4 mörkum frá Viktori Smára Hafsteinssyni einnig gerðu eitt mark hver þeir Trausti Örvar Jónsson, Sigurður Vignir Guðmundsson og Árni Ásgeirsson. Næsti leikur 5. flokks er gegn Gróttu á Keflavíkurvelli miðvikudaginn 25. júní kl. 15:00.