Sigur á Álftanesi
Keflavíkurstelpur skelltu sér á Álftanesið miðvikudaginn 16. júní og unnu þar heimastelpur 2-1. Óhætt er að segja að lokatölurnar gefi engan veginn rétta mynd af leiknum.
Keflavík var mun betri aðilinn strax frá byrjun en mörkin létu á sér standa. Það var ekki fyrr en á 42. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós en þá voru komin ein tólf færi! En loksins kom fyrsta markið og þar var Nína Ósk á ferðinni með fallegt mark af um 22 metra færi. Staðan í háfleik 1-0.
Það var svo um miðjan seinni hálfleik að okkar stelpur bættu við öðru marki eftir glæsilega sókn. Enn var það Nína Ósk sem setti boltann í netið eftir að Fanney hafði sett hann í stöngina. Sem fyrr segir var Keflavík betri aðilinn og áttu að vera búnar að klára þennan leik. Það voru hins vegar heimastúlkur sem settu eitt í restina og þar við sat, Álftanes 1 - Keflavík 2.
Næsti leikur er á sunnudaginn kl. 16:00 á móti Þrótti á Valbjarnavelli. Þar er á ferðinni uppgjör tveggja efstu liðanna í riðlinum.
Ein af fjölmörgum Keflavíkursóknum í leiknum.
Lagt að stað í sókn...
...sem endar með því að Nína Ósk kemur Keflavík í 2-0.