Fréttir

Knattspyrna | 16. febrúar 2010

Sigur á FH - Næstu leikir

Keflavík vann FH 2-1 í æfingaleik síðasta laugardag.  Það var Hörður Sveinsson sem gerði bæði mörk okkar manna.

Á föstudaginn mætast Keflavík og Grindavík í úrslitaleik 10 ára afmælismóts Reykjaneshallarinnar.  Leikurinn hefst kl. 20:00 og fer að sjálfsögðu fram innan veggja afmælisbarnsins, Reykjaneshallarinnar.

Fyrsti leikur Keflavíkur í Lengjubikarnum verður mánudaginn 22. febrúar.  Þá mætir Grótta í Reykjaneshöllina og hefst leikur liðanna kl. 19:00.  Önnur lið í riðlinum eru Breiðablik, HK, ÍBV, ÍR, KR og Þróttur Rvk.


Hörður var á skotskónum gegn FH.
(Mynd: Jón Örvar)