Sigur á Fylki í æfingaleik
Keflavík sigraði Fylki 1-2 í æfingaleik á föstudaginn var en leikurinn for fram á heimavelli Fylkismanna. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Sigurði Sævarssyni og staðan var 0-1 í hálfleik. Okkar menn afrekuðu að skora sjálfsmark og jafna leikinn en Ómar Karl skoraði svo sigurmarkið. Willum stillti upp ungu liði og getur verið ánægður með ungu strákana en frammistaða þeirra var með miklum ágætum.
Keflavík: Ómar - Viktor Smári, Guðjón Árni, Gísli Grétars, Brynjar Örn - Sigurður Sævars, Magnús Þór, Einar Orri, Magnús Þórir, Þorsteinn Þorsteins - Ómar Karl.
Í hálfleik kom Eyþór inn fyrir Brynjar, Tómas fyrir Guðjón og Árni Freyr fyrir Ómar. Á 60. mínútu kom Birgir inn á fyrir Magnús Þórir og Lukas fyrir Sigurð Sævars. Á 70. mínútu kom Daníel svo inn fyrir Einar Orra.
Næsti leikur liðsins er gegn KR í Lengjubikarnum sunnudaginn 14. mars kl. 19:00 í Egilshöllinni.
Sigurður skoraði fyrra mark Keflavíkur.
(Mynd: Jón Örvar)