Fréttir

Knattspyrna | 17. maí 2006

Sigur á Fylki í fyrsta leik

Meistaraflokkur kvenna sigraði Fylki 2-0 í fyrsta leik sínum í Landsbankadeild kvenna í gær á Fylkisvelli.  Keflavíkurliðið kom vel stemmt til leiks í gær eftir miklar breytingar að undanförnu, þjálfaraskipti og nýjir leikmenn hafa bæst við, og er liðið til alls líklegt.

Leikurinn var mikill baráttuleikur þar sem lið Fylkis ætlaði sér að byrja vel, vel stutt af fjölmörgum áhorfendum.  Keflavíkurliðið er betur mannað og var sigur liðsins síst of stór miðað við þau færi sem liðið skapaði sér.  Það er þó aðalatriðið að sigur vannst og á liðið eftir að slípa leik sinn enn betur.  Mörk Keflavíkur gerðu Nína Ósk Kristinsdóttir á 35. mínútu og Ólöf Pálsdóttir á 91. mínútu.

Keflavík: Þóra, Inga Lára, Thelma (Karen Sævars 73. mín.), Lilja, Linda, Ólöf, Guðný, Danka, Karen Penglas, Vesna og Nína.
Varamenn: Anna, Donna, Eva, Elísabet Ester, Karen Herjólfs, Birna.

Þjálfari: Gunnlaugur og Ágústa
Sjúkraþjálfari: Gunnar Ástráðsson

Næsti leikur er n.k. þriðjudag, 23. maí kl.19:15,  þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks koma í heimsókn.




Ólöf Helga og Nína Ósk skoruðu mörk Keflavíkur gegn Fylki.