Fréttir

Knattspyrna | 8. febrúar 2007

Sigur á Grindavík í hörkuleik

Í gærkvöldi léku Keflavík og Grindavík æfingaleik í Reykjaneshöllinni.  Svo fór að okkar menn sigruðu 3-2 í hörkuleik.  Fyrsta mark Keflavíkur skoraði Buxi (Einar Örn) eftir mikla pressu á markmanninn.  Baldur kom okkur í 2-1 með góðum skalla eftir fína hornspyrnu frá Guðmundi Steinarssyni.  Það var svo Stefán Örn sem tryggði okkur sigurinn eftir fyrirgjöf frá Marco.  Mörk Grindvíkinga gerðu þeir Alexander V. Þórarinsson og Orri Freyr Hjaltalín.
 
Þetta var hörkuleikur gegn Grindvíkingum sem seldu sig dýrt.  Keflavíkurliðið var ryðgað í byrjun en óx ásmegin er líða tók á leikinn.  Erlendu leikmennirnir, þeir Marco og Nicolai, komust vel frá leiknum.
 
Liðið í gær: Ómar - Guðjón, Ólafur Berry, Kenneth, Nicolai - Marco, Baldur, Haddi og Magnús Þórir - Buxi og Gummi Steinars.  Þeir Gísli, Jónas, Bjarki, Bjössi, Stebbi, Maggi S. og Raggi komu inn á en þeir Einar Orri og Högni komu ekki við sögu.


Marco Koitilainen og Nicolai Jörgensen.
(Mynd: Jón Örvar Arason)