Knattspyrna | 5. janúar 2004
Sigur á HK í æfingaleik
Í gær, sunnudaginn 4. janúar, lék meistaraflokkur við HK í Fífunni í Kópavogi. Leiknum lauk með öruggum sigri okkar manna, 3-0. Hörður Sveinsson skoraði öll mörkin í leiknum. Í lið Keflavíkur vantaði m.a. Magnús Þorsteinsson sem er á ferðalagi erlendis, Þórarinn Kristjánsson sem er að jafna sig eftir aðgerð og Scott Ramsay sem er í fríi í Skotlandi.