Keflavík vann Njarðvík 3-1 í æfingaleik í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Morten Olesen tók þátt í leiknum og stóð reyndar í marki andstæðinganna. Morten stóð svo sannarlega fyrir sínu og lofar góðu; enn er þó ekki ljóst hvert framhaldið verður með hans mál. Þórarinn Kristjánsson skoraði tvö mörk í leiknum og Zoran Ljubicic það þriðja.