Fréttir

Knattspyrna | 4. maí 2010

Sigur á Njarðvík

Keflavík vann Njarðvík 3-1 í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið sem hefst hjá okkur á þriðjudagskvöldið eftir viku.

Njarðvík komst yfir með skota af löngu færi en Hörður Sveinsson jafnaði svo fyrir Keflavík.  Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík svo í 2-1 með góðu skallamarki fyrir leikhlé.  Hörður Sveins innsiglaði svo sigurinn með góðu marki þegar hann fylgdi eftir slaárskoti frá Jóhanni Birnir.  Liðið er að slípast til og ætti að vera tilbúið eftir viku þegar við mætum Breiðablik á Njarðvíkurvelli.

Keflavík: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Einar Orri Einarsson, Alen Sutej, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Ómar Karl Sigurðsson, Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson.

Varamenn sem allir komu við sögu í seinni hálfleik: Árni Freyr, Sigurður Gunnar, Magnús Þór, Bojan Stefán, Eyþór Ingi, Arnór Ingvi og Theodór G.

Þeir sem ekki voru í hóp í dag: Haukur Ingi, Andri Steinn, Brynjar Örn, Bjarni Hólm, Paul McShane, Magnús Þórir og Sigurbergur.


Hörður var á skotskónum í Njarðvík og verður það vonandi áfram.
(Mynd: Jón Örvar á Spáni)