Sigur á Skaganum
Keflvíkingar gerðu góða ferð á Akranes um síðustu helgi og unnu heimamenn 1-2 í Fótbolta.net-mótinu. Arnór Ingvi Traustason kom Keflavík yfir á 6. mínútu leiksins en Skagamenn jöfnuðu á 20. mínútu. Það var svo Bojan Stefán Ljubicic sem skoraði sigurmarkið á 65. mínútu. Keflvíkingar höfðu áður tapað fyrir Breiðablik og FH í mótinu. Enn á eftir að leika um sæti í mótinu og þar mætast Keflavík og Selfoss en ekki er búið að ákveða leikdag.
Lengjubikarinn byrjar svo fimmtudaginn 16. febrúar þegar Keflavík mætir Víkingum í Egilshöllinni og hefst sá leikur kl. 19:00.
Arnór Ingvi og Bojan Stefán gerðu mörkin á Akranesi.