Knattspyrna | 13. febrúar 2003
Sigur á Stjörnunni í ÍAV-mótinu
Keflavík vann öruggan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í ÍAV-mótinu en leikið var í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Hólmar Örn Rúnarsson kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik og liðið var svo mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik; Hólmar Örn bætti við öðru marki og Hafsteinn Rúnarsson innsiglaði svo sigurinn með þriðja markinu. Keflavík leikur því til úrslita í mótinu á sunnudaginn kl. 14:30. Leikið verður gegn Njarðvík eða FH sem leika annað kvöld, föstudag kl. 18:30. Leikurinn um 3. sætið verður á sunnudaginn kl. 12:30.