Knattspyrna | 20. janúar 2003
Sigur á Víðismönnum
Keflavík vann Víði í æfingaleik í Reykjaneshöllinni á laugardaginn. Víðismenn leika nú undir stjórn tveggja fyrrum leikmanna Keflavíkur, þeirra Karls Finnbogasonar og Kristins Guðbrandssonar. Lokatölurnar urðu 5-2 en það voru þeir Zoran Ljubicic, Magnús Þorsteinsson, Jónas Sævar Garðarsson og Einar Daníelsson sem skoruðu mörkin auk eins sjálfsmarks Víðismanna. Unnar Elí Jóhannsson og Kári Jónsson skoruðu fyrir Víði.