Fréttir

Knattspyrna | 26. apríl 2009

Sigur á Víkingum

Keflavík sigraði Víking Reykjavík 4-1 í æfingaleik í dag en leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni.  Keflavík spilaði mjög vel í þessum leik og voru menn vel skipulagðir og einbeittir, allir sem einn.  Jón Gunnar Eysteinsson skoraði fyrsta mark leiksins á 33. minútu og Jóhann Birnir Guðmundsson bætti svo við öðru marki tveimur minútum síðar og staðan 2-0 í hálfleik.  Jóhann Birnir bætti svo þriðja markinu við á 52. minútu eftir frábært skot Simuns sem skaut í stöngina og Jóhann Birnir fylgdi vel á eftir og skoraði.  Víkingar löguðu stöðuna með marki á 67. minútu. Jóhann Birnir skoraði svo úr vítaspyrnu á 84. minútu, sitt þriðja mark og fjórða mark Keflavíkur.  Slóveninn Alen Sutej, sem er hjá okkur til reynslu, spilaði í dag og kom hann mjög vel út.  Eins og áður sagði lék Keflavíkurliði mjög vel í þessum leik enda nýkomið úr góðri æfingaferð til Portúgals þar sem æft var tvisvar á dag.  Mikil og góð batamerki á liðinu.

Keflavík: Magnús Þormar - Guðjón, Einar Orri, Alen Sutej, Brynjar - Simun, Magnús Þór, Jón Gunnar, Jóhann Birnir - Magnús Sverrir og Haukur Ingi.
Bessi, Högni, Magnús M., Bojan og Tómas komu allir inn á í seinni hálfleik.  Gísli Örn og Sigurður komu ekki við sögu í dag.
Frá í dag voru þeir: Bjarni Hólm, Hólmar Örn, Hörður, Sigurbergur og Nicolai.


Jón Gunnar og Jóhann Birnir skiptu mörkunum milli sín, þó ekki bróðurlega.


Alen Sutej lék með og stóð sig vel.